Progress
Designing Website
Placeholder

Eilífur Taco-trukkur

Eftirfarandi mynd var tekin rétt hjá Hafnargötu 40 í Keflavík, en á myndinni má sjá gamlan matarvagn sem er ekki starfsrækur lengur og er orðinn fórnarlamb íslenskrar veðuráttar, þar sem ryð hefur heltekið bílinn. Í mínu áliti gerir ófegurðin myndir enn áhugaverðari, ljósmyndun er listform eins og öll önnur og hægt er að túlka það á mismunandi vegur, fyrir mér er mikilvægari ef mynd er áhugaverð og vekur upp hugsanir frekar en að mynd sé fullkomin. Eins og má sjá í dofnum stöfum á bílnum þá var sérgrein matarvagnsins svokölluð ,,taco” sem er mexíkóskur þjóðarréttur.

Fegurð Glasgow

glasgow fegurð

Eftirfarandi mynd var tekin nálægt þeim vinsælu Buchanan Street og Argyle Street í miðbæ Glasgow er ég var þar í fríi með kærustunni minni. Mér fannst byggingin endurspegla anda Glasgow vel þar sem fjölmargar byggingar voru í sama stíl. Ég nefndi myndina Glaswegian Charm þar sem mér fannst byggingin mjög sjarmerandi og myndar anda og stíl Glasgow ágætlega.

Placeholder

litskrúðug slóð

Myndin sem er birt hér til vinstri var tekin á Suðurgötu í hjarta Keflavíkur. Það má sjá ansi litskrúðug atriði í ljósmyndinni (e. Húsin, staurar) en það er bleiki staurinn í miðju myndarinnar sem er aðalatriðið. Myndin virðist vera ansi eðlileg á yfirborðinu, og jafnvel ekkert sérstök, en það er ekki fyrr en kafað er dýpra þar sem hægt er að sjá öll smáatriðin. Litirnir, ryðið á sendiferðabílnum, mosinn á meðal malbiksins og önnur litskrúðug smáatriði lýsa upp myndina. 

Placeholder

auðæfi í þjóðarhag

Þessi mynd var tekin í Glasgow í Skotlandi líkt og önnur myndin í verkefninu sem er hér að ofan. Byggingin sem er aðalatriði ljósmyndarinnar er bygging í eigu Royal Bank of Scotland. Ég nefndi myndina ,,Auðæfi í Þjóðarhag" þar sem byggingin sem er ansi vígaleg og tignarleg er ,,Royal" banki eða konungslegi bankinn. Myndavélinni er beint aðeins ofarlega þar sem við jarðhæð bankans voru töluvert magn heimilislaus fólks og í virðingarskyni tók ég ekki mynd af þeim. Ég hugsaði út í kaldhæðnina sem er hér til staðar, vígaleg og tignarleg bygging bankastofnunar og fólk sem á ekkert að er beint fyrir utan. 

Placeholder

áletraður ófullkomleiki

Stundum er það ófullkomnleikinn þar sem hægt er að finna fegurðina. Á myndinni má sjá beyglað gangbrautarskilti í slæmu ástandi, skiltið liggur á staur sem er ryðgaður og er málningin farin að flagna af. Mér finnst myndin falleg þar sem litirnir á skiltinu sýna blæbrigði frá bakgrunninum sem er ekki í fókus. Ljósmyndunaráhrifin sem má sjá á myndinni kallast ,,bokeh", en það merkir einfaldlega að það eru sterk skil á milli bakgrunns og viðfangsefnis þar sem á milli liggur mikil ,,móða"

IMG_0136

aflmikið augnaráð

Eftirfarandi mynd er af tveimur vinum mínum, þeim Hallgrími Elís og Darel Jens. Ég tók myndina í svart-hvítu þar sem mér finnst myndin vera mun voldugari með litaskerðingu. Darel og Hallgrímur eru að ræða og það sést að Hallgrímur er að hlusta áhugasamur á Darel. Í fyrri mynd ræddi ég um ,,bokeh" áhrifin, en þessi mynd er eiginlega öfug bokeh mynd, þar sem aftari hluti myndarinnar er í fókus og skilin milli forgrunns og meginviðfangsefnis sýna mikla ,,móðu". 

IMG_0165

Fágætir fákar

Þessi mynd var tekin nálægt Selfossi, nánar sagt í úthverfum Selfossar áður en komið er að Ölfusarbrú. Hestarnir, eða fákarnir á myndinni eru ansi tignarlegir í umhverfi sínu þar sem þeir eiga sér samastað. Myndin var tekin laugardaginn þann 29. apríl 2023, en margir skiljanlega furða sig yfir snjónum sem má sjá á myndinni, en veturinn var langur og dimmur, og snjórinn teygði sig inn í vorið. 

IMG_0123

Allir brosa á sama tungumáli

Myndin sem má sjá hér til vinstri er af fjórum vinum mínum; Darel, Róbert, Hallgrímur og Aðalbjörn. Ég skýrði myndina ,,Allir brosa á sama tungumáli", en á ljósmyndinni má sjá sanna vináttu, mér hlýnar um hjartarætur að fá að koma í skólann minn á hverjum degi til vinahóps sem mér þykir vænt um. Að vinna í lokaverkefninu mínu í Menntaskólanum á Ásbrú gerir mig jafnt spenntan fyrir framhaldinu ásamt því að vera leiður að ljúka þessum kafla í lífinu mínu. 

IMG_0169

Fljótandi fönn

Ljósmyndin sem má sjá hér til vinstrio var tekin á sama stað og ljósmyndin af hestunum (e. Fágætir fákar). Þ.e.a.s. í úthverfum Selfossar. Á myndinni má sjá ókyrrð í læk, í kringum lækinn er jafnt snjór (e. fönn) og gróður. Ég skýrði myndina Fljótandi fönn og er ég einstaklega stoltur af myndinni og nafnagjöfinni. 

IMG_1046

Lísa

Ljósmyndin sem er staðsett vinstra megin við textann er frábrugðin að vissu leyti frá hinum fyrri ljósmyndum í verkefninu mínu. En á myndinni má sjá hundinn minn, hún heitir Lísa og er af Cavalier King Charles Spaniel hundategundinni. Lísa er orðinn 7 ára gömul og stefnir í 8 ár í október 2023. 

Myndin er frábrugðin hinum myndunum að vísu vegna búnaðs sem notaður var til töku myndarinnar. Ég tók þessa mynd á snjallsímanum mínum (iPhone 14 Pro Max). Nánar sagt, eina stillingin sem er öðruvísi en venjuleg mynd á símanum er að kveikt var á Portrait mode. Ég vildi hafa þessa mynd með í verkefninu mínu þar sem mér langar að sýna hversu langt snjallsímamyndavélar hafa komið! Ljósmyndin er ansi sambærileg hinum myndunum er varðar gæði, og voru hinar ljósmyndirnar teknar með kostnaðarsömum ljósmyndunarbúnaði. 

Allir eiga síma nú til dags, og búnaður skiptir ekki jafn miklu máli margir segja. Ef þú hefur áhuga á ljósmyndun og átt síma eins og flest aðrir, nýttu tækifærið og taktu myndir eins og þér lystir til! Engar afsakanir.